Lýsing
Bók eftir Nicky og Sila Lee Bók sem fjallar um grunnstoðir hamingjuríks hjónabands. Þar má nefna góð tjáskipti, ást í verki, lausn ágreiningsefna, mátt fyrirgefningarinnar, samband við foreldra og tengdaforeldra og gott kynlíf. Bókin hvetur fólk til að skoða eigið hjónaband og stíga skref í átt að því að bæta það. Gott hjónaband getur lengi orðið betra og slakt hjónaband hefur í sér tækifæri að batna til mikilla muna.
Höfundar þróuðu fyrir nokkrum árum vinsælt Hjónanámskeið sem kennt hefur verið í Bretlandi en einnig víða um heim við mjög góðar móttökur. Á bókarkápu segir m.a.: „Hún og hann er full af hagnýtum ráðleggingum,hún er auðlæsileg og henni er ætlað að búa okkur undir, byggja upp og jafnvel endur nýja hjónabönd.“
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.