Lýsing
Í ár eru 125 ár frá fæðingu og 60 ár frá andláti C. S. Lewis.
Bók hans, Kjarni kristinnar trúar (Mere Christianity á ensku), hefur selst í milljónum eintaka á heimsvísu og komið út á 36 tungumálum heims. Enn selst hún vel og var árið 2000 valin af ritstjórum Christianity Today sem áhrifamesta bókin meðal kristinna lesenda á liðinni öld.
Uppstaða bókarinnar er útvarpserindi höfundar á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þar útskýrði hann og varði trú og sannfæringu kristins fólks alls staðar og á öllum tímum. Bókin horfir á kjarnann og það sem sameinar alla, óháð kirkjudeild. Skrif höfundar eru beitt, ágeng og snjöll – og enn fersk og hrífandi sem staðfestir orðstír C. S. Lewis sem einn af helstu hugsuðum og höfundum okkar tíma.
Bókin er til í litlu upplagi sem harðspjaldabók en einnig til sem kilja og rafbók.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.